logo
                                                        
Skógá undir Eyjafjöllum er 4 stanga lax og silungsveiðiá. Veiðin hefur vaxið jafnt og þétt og er þriggja ára meðalveiði nú 1000 laxar. Heimilt er að veiða á flugu og maðk. Skylda er að sleppa öllum tveggjaára hrygnum aftur í ánna eða setja í klakkistu, einnig er 6 laxa kvóti í ánni eða hámark 10 silungar. Laxveiðitímabilið hefst 19/7.  Með veiðihúsinu fylgja rúmfatnaður og þrif á tímabilinu 19/7 – 10/9, eftir það eingöngu þrif og þá geta veiðimenn fengið rúmföt á hóflegu verði eða 2000 kr pr. herbergi.
 
 
SKÓGÁ
 
Handbók
fyrir veiðihúsið
 
 
 

Almennt
 
 
Bannað að reykja í húsinu.
Bannað að fara inn á vöðlum eða í veiðifatnaði.
Rýma skal hús klukkustund eftir að veiðitíma líkur, en herbergi skal rýma að morgni brottfarardags.
Læsið húsinu því húsið er á ábyrgð viðkomandi veiðimanna.
Á brottfarardegi á að skila lyklinum til ábúanda í Drangshlíðardal eða veiðivarðar.
Þrífa vask fyrir utan.
Tilkynnið til veiðivarðar ástand á því sem ekki er eðlilegt, einnig látið vita ef eitthvað vantar eða brotnar.
Veiðimenn skulu ganga vel um nánasta umhverfi hússins, muna eftir stubbunum.
Akstur utan vega bannaður.
 
 
Veiðireglur
 
 
Veiðitími er eftirfarandi
Frá kl 07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00
Eftir 1. ágúst er veitt frá 07:00 – 13:00 og 15:00 – 21:00
Á skiptidögum er veitt til kl 12:00
Veitt er á 1 stöng á hverju svæði fyrir sig og aldrei fleiri en 4 stangir í einu í ánni.
Öll notkun Devon og spúna er bönnuð, aðeins er veitt á flugu og maðk.
Skipting á veiðisvæðum er á veiðikortinu, skipt er á 3ja tíma fresti. Veitt er niður svæðin og eftir fyrsta dag skal rotera skiptingunni eða kasta upp á nýja svæðaskiptingu.
Skrá skal allan afla, smáann sem stórann og einnig slepptum fiski.
Athuga vel hvort um merktan fisk sé að ræða.
Skylda er að sleppa öllum tveggja ára hrygnum aftur í ánna. Ef kostur er á að setja þær í klakkisturnar.
Sé hrygnan maðkveidd og leiki vafi á um hvort kynið sé að ræða á umsvifalaust að klippa á tauminn og ekki á að reyna að losa færið á nokkurn hátt! Forðast ber að taka laxinn upp í mölina.
Þegar fiskur er settur í klakkistu á að láta veiðivörð vita eins fljótt og auðið er.
Bannað er að drepa hrygnur stærri en 70 cm (8 pund +). Fiskurinn skal ekki meðhöndlaður neitt ef hann er kokgleyptur heldur skal klippa án tafar á línuna og sleppa laxinum.
Hvert leyfi skal vera ein stöng og því skulu veiðimenn vera saman á svæðinu, ekki að veiða tveir í einu á hvert leyfi.
Örmerkjaeftirlit er mikið í sumar og mjög brýnt að veiðimenn skoði allan lax áður en hann er settur í frystir (sjá leiðb. um örmerki inni í húsi). Við frystirinn eru pokar undir merkin sem þarf að fylla út. Gera má ráð fyrir að veiðivörður skoði veiðina.
Hugmynd af skiptingu:
Ármót – Skógafoss           4sv.
Brúarstrengur – Raflínustrengur 3sv.
Smalabrautseyrar –Drangssel        2sv. + Kverna neðri (brúarhylur og neðan brúar)
Ós – Skarðsstrengs nr 20 1sv. + Kverna efri (ofan brúarhyls og upp í kvernugljúfur)
Veiðikvótinn
6 laxar á stöng á dag
Hámark 10 fiskar á stöng á dag, en þar af mega ekki vera fleiri en 6 laxar!
Óskað er eftir því við veiðimenn að hlýfa bleikjustofninum í Skógá. Ef stórar bleikjur veiðast á að sleppa þeim aftur ef kostur er.
 
Brot á ofantöldum veiðireglum getur varðað brottrekstri eða viðvarandi banni við endurkomu í ánna!
 
 
 
Vænlegast til árangurs
 
 
Veitt er að vestanverðu eftirfarandi hylji:
Langaból, Ármót, Raflínustreng, Brúarhyl, Ferðamannafit, Gæsabakki, Kyndabakki, Smalabrautseyrar, Siggustrengur, Svartaalda, Háibakki, Stóra Breiða og Kvíslármót.
Flestir aðrir hyljir eru veiddir frá austurbakkanum. 
Almenna reglan er sú að ekki er veitt ofan af bökkunum heldur sandmeginn við hylinn.
 
 
 
Gelarinn
 
Bannað að brenna allt annað en viðeigandi gel.
Gert er ráð fyrir að veiðimenn nýti sér eina geldós á Holl.
Gel-dósa-upptakari er staðsettur við arininn og hægt er að nota hann til þess að kæfa eldinn þar sem ekki er nauðsynlegt að klára úr dósinni ef svo ber undir.
Aðgát skal höfð við meðferð á eldi.
 
 
 
 
 
 
 
Grill
 
 
Slökkva strax á grillinu eftir notkun og skrúfa fyrir gasið.
Þrýfa grillið eftir hverja notkun.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Heiti potturinn
 
 
Kveikt á heita pottinum:
Snúa skal skaftinu sem kemur upp úr pallinum fyrir framan pottinn í hálfhring.
Í enda vöðlugeymslunnar er hnappur sem snúa þarf á “ON” svo að sjálfvirk hita- og rennslisstýring fari í gang.
Það tekur heitapottinn hámark 1 klst að fyllast.
Ekki byrja að fylla pottinn fyrr en 1 klukkustund áður en gert er ráð fyrir not á honum.
Eftir að síðasti einstaklingurinn í pottinum er farinn upp úr á að loka fyrir rennslið í pottinn.
Þrýfa skal pottinn í lok dvalar (sjá nánar kaflann um þrif)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Aðgerðarvaskur
 
 
Henda öllum úrgangi í poka áður en hann er settur í ruslið.
Þrífa borðið eftir hverja notkun.
Ganga snyrtilega frá öllum afla, áður en hann er settur í frystikistuna.
 
 
 
 
 
 
 
 
Uppþvottavél
 
 
Þegar nota á uppþvottavélina þarf að:
Setja sápuhylki í hólfið inni á hurðinni í vélinni, sápuhylkin eru geymd undir vaskinum.
Til að ræsa vélina er ýtt á “ON”, síðan er valið “program” vinstra meginn og ýtt á efsta takkann vinstra megin.
 
 
Sjónvarp
 
Sjónvarpið er fast á veggnum og ekki hægt að færa til.
Ekki fikta í stillingum sjónvarpssins.
Ganga skal vel um fjarstýringuna.
 
 
 
Brottför
 
Herbergi skulu rýmd að morgni brottfaradags.
Hús skal rýmt eigi síðar en 13:00 þ.e. 1 klukkustund eftir að veiði lýkur
Þrif fyrir brottför:
Óhreint leirtaug skal sett í uppþvottavél.
Ísskápur, sturta, vöðlugeymsla, helluborð og ruslaskápur yfirfarin og þrifin.
Grillið.
Aðgerðarborðið og gengið frá áhöldum.
Þrýfa skal heitapottinn í lok dvalar.
Sápa til þess er staðsett undir vaskinum í eldhúsinu.
Aðgæta skal öll herbergi áður en húsið er yfirgefið til þess að staðfesta að húsið sé í því ástandi sem viðkomandi veiðimenn gætu hugsað sér að koma að því.
Hægt er að kaupa almenn þrif þ.e.
Þá eru gólfin skúruð og tekið úr uppþvottavél.
Allt annað er á ábyrgð viðkomandi veiðimanna s.s. ísskápur, sturta, vöðlugeymsla, helluborð og ruslaskápur.
 
 
 
 
 
Annað
 
Upplýsingum, spurningum og athugasemdum er hægt að koma til
Ásgeirs Arnars Ásmundssonar veiðivarðar
í síma 6603858
 
 
 
VEIÐISTAÐALÝSING
 
 
Skógafoss og Gullkistan.
 
            Veiða skal þessa tvo hylji að austanverðu við ána og ganga minnst 7 metrum frá ánni til að styggja ekki fiskinn. Það getur verið gott að vaða inn undir fossinn og renna vel á undan sér, en þegar vatn er mikið í ánni og sér í lagi gruggugt þá liggur laxinn gjarnan með landinu. Gullkistuna má vaða í venjulegu vatni og þá einungis á móts við manninn á kortinu, og láta maðkinn renna niður en með fluguna þarf ekki að vað neitt.
 
Kríugrjót.
 
            Í Kríugrjóti liggur laxinn mjög víða í hylnum, ef ekki hefur verið gengið með bakkanum liggur fiskurinn gjarnan með landinu. Austanmegin er því gott að renna vel niður. Fiskurinn færir sig ef vaðið er og fer að hinum bakkanum. Alltaf virðist þó vera fiskur að stökkva svona 50 cm frá landi vestanmegin. Fiskurinn liggur til hliðar við stóra steininn í miðri ánni og allan bakkann vestanmegin 15 – 20 metra niður með ánni.
 
Stóru ármót.
 
            Hér stoppar laxinn og býður eftir vatni til að ganga upp í Kvernu vegna sleppitjarnarinnar í Dalsá. Bakkinn hér er merktur nr.1 er ekki góður göngustaður því laxinn liggur mest frá ármótum og langt niður með bakkanum, um það bil 50 metra. Fluguveiðimenn ættu að veiða hann vestanmegin árinnar því við löndun styggist hylurinn mjög lítið, einnig er betra að þverkasta vestanmegin. Reynið ávallt að draga fiskinn upp til að veiða frekar fleiri.
 
Drangurinn.
 
            Þessi hylur hefur gefið mikið af fiski bæði lax og silung. Laxinn liggur mikið með grjót garðinum vestanmegin og er gjarnan djúpt niðri svo sökkendi er mjög góður í fluguveiðum. Laxinn notar grjótið til skjóls vegna mikils straums. Betra er að byrja austanmegin með fluguna því hylurinn styggist síður. Maðkinn er betra að veiða vestanmegin og nota þá þungar sökkur, draga það í botninum. Fiskurinn liggur gjarnan niðrá griningunum.
 
Skógárbrú
 
            Lax og silungur safnast saman hér. Mest liggur hann undir brúnni sjálfri og að austanverðu, ofan við gömlu brúarstólpana sem sjást í ánni. Einnig liggur oft fiskur neðan við steininn sem er fyrir neðan brúna.
 
Vatnamót.
 
            Vatnamótin eru góður flugustaður. Grjótið sést stundum en vatnið rétt rennur yfir þá. Fiskurinn liggur gjarnan víða um hylinn, mest þó við grjótið. Fiskurinn leitar gjarnan að næstu hyljum ofan eða neðan við sleppitjarnir.
 
Fagrabreiðan.
 
            Fiskurinn liggur niður allan bakkann austanmegin við ánna, einnig er djúpur áll í miðjum hylnum sem gjarnan geymir fiska. Hér er betra að veiða vestanmegin.
 
Geirastrengur.
 
            Hér liggur laxinn mjög djúpt og því erfitt að ná til hans vegna straums. Betra að nota fluguna austanmegin og maðkurinn vestanmegin. Ásgeir Guðbjartsson úr Hafnafirði ásamat syni sínum Ásmundi. Ásgeir rennir niður bakkann með maðk og fannst hann verða eitthvað var við fisk, þar til að hann kom neðst þá fékk hann greinilega lax á og hélt honum um stutta stund. Ásmundur var við veiðar lántum neðar og var í fiski þar og missti tvo laxa. Ásmundur sér að faðir sinn Ásgeir er að reyna að veifa eitthvað og á sama tíma var bíll á leið niður með ánni sem síðar kom í ljós hver var ( Guðmundur Birgisson á Núpum ), þá missti Ásgeir annan lax eftir þetta mikla veif. Ásgeir kastar aftur og er að tala við Guðmund er annar lax tekur sem virkaði stór, en það var ekki nóg að fá alla laxana á það var eftir að koma þeim á land og það kom á daginn að enn og aftur gerðist eitthvað en nú var það veiðihjólið sem festist og fiskurinn sleit og mikil sorg þar á bökkum. En hafist var handan við að laga hjólið og festan í hjólinu losuð. Nú var settur nýr öngull og maðkur og kastað á sama stað í ánna og áður, maðkurinn var varla kominn ofaní vatnið þegar lax tók aftur, laxinn var þreyttur og enn gerist eitthvað, aftur var það veiðihjólið sem festist og þá tóku þeir Guðmundur á spariskónum og Ásgeir til sinna ráða og fóru að hala inn línuna með höndunum sem endaði með því að fiskinum var landað og Guðmundur rennandi blautur og Ásgeir dauð þreyttur enda aðferðin líkt og við handfæraveiðar. ( Loksins).
Seinna veiddist nýgengin lax með maðkataum í kjaftinum. Ásgeir sá fleiri laxa mjög neðarlega í hylnum.
 
Símastrengur og breiðan.
 
            Hér hafa menn séð laxa og veitt. Laxinn liggur vestanmegin með bakkanum og frekar djúpt ofan við steininn.
 
Lómsbreiðan.
 
            Hér veiðist oft talsvert af silungi á flugu, enda kjörinn flugustaður. Fiskurinn liggur víða og gjarnan við land. Vatnið er frekar lygnt hér.
 
Háibakki.
 
            Hér hefur sést talsvert af fiski. Hylurinn er með torfum sem virka einsog grjót. Hylurinn er djúpur og fiskurinn tekur með bakkanum á milli torfa.
 
Kvíslármót.
 
            Þetta var einn af bestu hyljunum sumarið 2001. Það sumar voru þeir Geiri kokkur og Stenni úr Hafnafirði við veiðar. Stenni var að moka fiski inn en Geira gekk ekkert, báðir með sömu fluguna. Það kemur síðan í ljós að Stenni er með sökk enda en Geiri ekki, svo Geiri var snökkur til og skiptir um taum og skyndilega fer hann nú líka að moka upp fiski. Þannig að það getur skipt máli að nota réttar græjur. Fiskurinn liggur vítt og breitt um breiðuna.
 
Sjávarbreiðan.
 
            Hér veiddu menn sjóbleikjuna í tugi ára. Í stórstreymi getur fallið alveg upp að beygjunni. Bleikjan kemur og fer hér. Fiskurinn liggur neðan við steininn og niður með bakkanum..