logo
Kerlingadalsá er jökulá að uppruna, en til hennar fellur m.a. Vatnsá og nokkrir lækir. Veiðisvæðið sem verður til sölu er svæðið frá Fagradal/Höfðabrekku og niður að sjó. Fagridalur er vestan megin við ána en Höfðabrekka er austan megin við. Nokkur þúsund fiska ganga um svæðið og besti veiðitíminn er lok júlí til miðjan október. Jökul litur kemur í ánna við mikil hlýindi og miklar rigningar, og gjarnan má sjá mun á ánni fyrir og eftir hádegi. Liturinn minkar þegar líður á sumarið og verður áin oft mjög tær frá miðjum ágúst, þó alltaf lítillega grá. Í ánna verða seldar 2 stangir í senn og fylgir þá Heiðarvatn með í leyfunum. Með þessu fyrirkomulagi geta menn ávallt veitt ef skilyrðin eru slæm í Kerlingadalsá. Við svæðið er unnið að gistimálum og verður það kynnt síðar. Beita, spúnn og fluga er leyfilegt agn, en þó gilda sömu stærðar og kvótareglur líkt og í Vatnsá (Sjá undir Vatnsá).