logo

7 laxa dagur í Skógá

10 september 2010

Skógá hefur nú verið mjög dökk öskulituð síðasta hálfa mánuðinn, þrátt fyrir það fóru þeir sem
áttu síðasta holl að reyna og höfðu 9 laxa fyrir vikið. Það er því ljóst að nú hefur gengið eitthvað af fiski og töldu þeir að þó nokkuð væri komið af fiski og misstu þeir marga laxa. Fiskur virðist a.m.k. vera frá Skógárbrú og upp að Bæjarlækjamótum. Lítið er af fiski í Kvernu núna enda ekki um marga staði að ræða þar þessa daga þar sem áin er bakka full af ösku. Hollið sem endaði með 9 laxa er það besta í sumar í tveggja daga veiði en mjög spennandi verður að sjá hvernig næsta holl verður því besti dagur sumarsins var 7 laxa dagurinn sem áður var getið en hann var á vakta skiptum (3 fyrir hádegi og 4 eftir hádegi) og því byrjar næsta holl með besta móti.