logo

47 laxa dagur í Vatnsá

1 september 2010

Vatnsá hefur verið í hörkugír að undanförnu og er besti ágústmánuður að líða sem menn muna eftir. Vatnsá hefur alltaf verið síðsumarsá og
er gjarnan besti tíminn ár hvert með straum um þessi mánaðarmót, það breyttist ekkert þetta sumarið þrátt fyrir að nú var lax gengin mjög snemma í ána því góðar göngur virðast hafa komið nú líkt og beðið var eftir. Besti dagurinn þetta sumarið var svo í gær þegar allskyns flugur gáfu 47 laxa veiði. Fiskur er um allt og gaf Hauksholan 12 af þessum löxum. Þá er eitthvað gengið af stórum birting í bland og slapp einn ca 14-16 punda í Kerlu nýverið og fylgdi þeirri sögu að það mætti ekki hirða þá og því var bara ekki um neitt annað að ræða en að slíta þegar fiskurinn var kominn að landi, ekki er öll vitleysan eins. Veiðin í sumar hefur verið mest á litlar pöddur og gárutúpur á flotlínur. Veiðin er komin yfir 300 laxa og er að nálgast lokatölur frá því í fyrra en september er ávallt gjöfull í Heiðardal.