logo

Kerlingadalsá lokuđ í júlí

11 júlí 2012

 Kerlingadalsá lokuð í júlí

Sökum þess hve illa fiskur gekk upp í Vatnsá framanaf sumri í fyrra verður Kerlingadalsá lokuð fyrir veiði í júlí, stefnt verður að opna hana í byrjun ágúst. Búast má við að lax sé genginn í ána miðað við hvað er að gerast víðast hvar annarsstaðar.  Mikið vatn hefur verið í Kerlingadalsá undanfarið og margir álitlegir veiðistaðir hafa myndast frá því í fyrra.

Vatnsá opnar 20/7

11 júlí 2012

 Vatnsá opnar 20/7

Ekkert hefur verið litið eftir laxi í Vatnsá það sem af er sumri en stefnt er að því um næstu helgi.  Vatnsstaðan hefur lækkað nokkuð mikið á undanförnum vikum í ánni en á móti er Kerlingadalsá mjög vatnsmikil sem ætti að gera laxinum fært að ganga fram dalinn. Eitthvað er um laus leyfi í sumar og geta áhugasamir sett sig í samband við Ásgeir í síma 660-3858.

Góđur gangur í Heiđarvatni

11 júlí 2012

 Góður gangur í Heiðarvatni
Veiðin í Heiðarvatni hefur verið á góðu róli en talsvert hefur verið að veiðast af smáfiski á undanförnum dögum. Mjög stórir og flottir birtingar hafa verið að slæðast með. Nú á næstu dögum má fara vænta þess að nýr birtingur fari að ganga í Vatnsá og þá í vatnið sem mun væntanlega hressa vel uppá veiðina.  Þá hafa stóru urriðarnir ekki verið að gefa sig í miklu mæli, þó er algengt að menni veiði 5-6 punda urriða. Flugan hefur verið mjög gjöful og mest er að veiðast á hefðbundnar smápúpur.

Sala veiđileyfa hafin.

30 janúar 2012

Sala veiðileyfa hafin.
 
Nú á næstu dögum verða settir inn dagar vegna lausra veiðileyfa í Vatnsá. Áhugasamir geta sett sig í samband á mailið skoga@skoga.is vegna þeirra. Heiðarvatn og Kerlingadalsá fara ekki í sölu fyrr en í apríl en fyrirkomulagið verður með sama hætti og undanfarin ár.

Merkileg vertíđ í gangi.

19 september 2011

 
Það má með sanni tala um þessa vertíð sem merkilega fyrir þær sakir hve lítið gengur af laxi á þessu svæði. Vatnsá er tvö ár í að allt verður líkt og áður.
En annars hefur þessi vertíð verið slök en besta hollið var við veiðar um helgina síðustu með 6 laxa og það var nýr fiskur þannig að ljóst er að einhver smá hópur kom inn í fyrradag.

Allt ţremur vikum seinna í ár.

22 ágúst 2011

Fyrstu laxar sumarsins sáust ekki fyrr en um mánaðarmót síðustu í Vatnsá og það voru ekki stórir hópar af laxi sem komu þá. En allt hefur breyst frá þeim